Íslensk ungmenni fá ekki nægan svefn

Niðurstaða viðamikillar rannsóknar á heilsuhegðun íslenskra ungmenna var kynnt í …
Niðurstaða viðamikillar rannsóknar á heilsuhegðun íslenskra ungmenna var kynnt í gær. Morgunblaðið/Eggert

Íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 17 ára sofa að meðaltali aðeins sex klukkustundir á sólarhring. Það er tveimur klukkustundum minna en aldurshópurinn þarf samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum.

Aðeins tíu prósent 15 ára ungmenna ná átta klukkustunda svefni, að því er fram kemur í viðamikilli langtímarannsókn á heilsuhegðun ungra Íslendinga, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknin er framhald á vinnu sem hófst á árunum 2006-2008 en fylgst hefur verið með hópi barna sem fæddust árið 1999.

„Þetta er stórt heilsufarsvandamál,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor við HÍ, sem stýrði rannsókninni, um svefntíma ungmenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka