Nýr Magni kominn í heimahöfn

Nýi Magni hefur jafn mikinn togkraft og fjórir dráttarbátar Faxaflóahafna …
Nýi Magni hefur jafn mikinn togkraft og fjórir dráttarbátar Faxaflóahafna sem fyrir eru. Það mun auka öryggi við móttöku stórra skipa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta breytir miklu. Við verðum komnir með miklu öflugra tæki og það á að auka öryggi til mikilla muna,“ segir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögubátur Faxaflóahafna, um dráttarbátinn Magna.

Hann lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir rúmlega 10 þúsund sjómílna siglingu frá Víetnam þar sem báturinn var smíðaður.

Haki sigldi með Gísla Gíslason hafnarstjóra og Gísla Jóhann út á móti Magna. Haki sprautaði úr vatni til heiðurs nýja bátnum sem sigldi í kjölfar hans til hafnar.

Áhöfn á vegum skipasmíðastöðvarinnar sigldi bátnum til Íslands og munu menn úr henni aðstoða við þjálfun íslenskrar áhafnar. Þá á eftir að taka bátinn út, ganga frá pappírum og skrá hann á Íslandi.

Faxaflóahafnir hafa átt marga dráttarbáta og hafa allir borið Magnanafnið. Er því nokkuð ljóst hvaða nafn verður notað við formlega afhendingu skipsins í næsta mánuði. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka