Ráðning ríkislögreglustjóra tefst

Kjartan Þorkelsson.
Kjartan Þorkelsson. mbl.is

Kjart­an Þorkels­son verður settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Hann var skipaður til bráðabirgða þegar Haraldur Johannessen hætti störfum um áramót og átti að vera í embætti til 1. mars.

Frá þessu er greint á Vísi sem hefur fengið framlenginguna staðfesta frá dómsmálaráðuneytinu.

Greint var frá því í byrjun desember að Har­ald­ur Johann­essen myndi hætta störf­um um ára­mót. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði starfs­lok hans vera í góðri sátt, en bæði hún og hann hefðu kom­ist að þeirri niður­stöðu að kom­inn væri tími til þess fá nýj­an mann í embættið. 

Áslaug skipaði hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra en sú nefnd mun skila áliti sínu til ráðherra á næstu dögum.

Sjö um­sókn­ir bár­ust um embætti rík­is­lög­reglu­stjóra sem aug­lýst var laust til um­sókn­ar. Um­sókn­ar­frest­ur rann út 10. janú­ar.

Um­sækj­end­ur voru eft­ir­far­andi: 

  • Arn­ar Ágústs­son ör­ygg­is­vörður
  • Grím­ur Gríms­son, tengsla­full­trúi Íslands hjá Europol
  • Halla Bergþóra Björns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra
  • Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir lög­fræðing­ur
  • Logi Kjart­ans­son lög­fræðing­ur
  • Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri
  • Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert