Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri til 15. mars. Hann var skipaður til bráðabirgða þegar Haraldur Johannessen hætti störfum um áramót og átti að vera í embætti til 1. mars.
Frá þessu er greint á Vísi sem hefur fengið framlenginguna staðfesta frá dómsmálaráðuneytinu.
Greint var frá því í byrjun desember að Haraldur Johannessen myndi hætta störfum um áramót. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði starfslok hans vera í góðri sátt, en bæði hún og hann hefðu komist að þeirri niðurstöðu að kominn væri tími til þess fá nýjan mann í embættið.
Áslaug skipaði hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra en sú nefnd mun skila áliti sínu til ráðherra á næstu dögum.
Sjö umsóknir bárust um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 10. janúar.
Umsækjendur voru eftirfarandi: