Skattamál liðsmanna Sigur Rósar sent aftur í hérað

Jón Þór Birg­is­son, söngv­ari Sig­ur Rós­ar og Georg Holm, bassa­leik­ari …
Jón Þór Birg­is­son, söngv­ari Sig­ur Rós­ar og Georg Holm, bassa­leik­ari sveit­ar­inn­ar, koma í Héraðsdóm Reykja­vík­ur við meðferð málsins þar í fyrra. mbl.is/Eggert

Landsréttur hefur ógilt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar, en héraðsdómur hafði vísað málinu frá með vísan í tvöfalda refsingu og þrefalda málsmeðferð sem Mannréttindadómstóll Evrópu hafði áður þrívegis dæmt íslenska ríkinu í óhag.

Er þá átt við að ekki er hægt að refsa tvisvar fyrir sama brot, en það verið talið gert þegar einstaklingar hafa annars vegar verið látnir sæta álagi vegna skattabrota og svo síðar saksóttir af saksóknara fyrir brotið.

Landsréttur telur hins vegar að í máli liðsmanna Sigur Rósar þurfi héraðsdómur að taka málið til efnislegrar meðferðar og er meðal annars vísað til þess að í máli fjórmenninganna hafi þeir ekki sætt álagi vegna stórs hluta þeirra tekna sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa vantalið.

Dómar Landsréttar:

Dómur 1

Dómur 2

Dómur 3

Dómur 4

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert