Stór áfangi að ólík ráðuneyti geti unnið saman

Katrín er ánægð með skilvirka samvinnu sex ráðuneyta.
Katrín er ánægð með skilvirka samvinnu sex ráðuneyta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert verður ráð fyr­ir því í fjár­mála­áætl­un rík­is­ins sem kynnt verður eft­ir nokkr­ar vik­ur að 900 millj­arðar króna fari í fram­kvæmd­ir hins op­in­bera og innviðafyr­ir­tækja til að tryggja ör­yggi og jöfn tæki­færi fólks um allt land. Þar af er gert ráð fyr­ir 27 millj­örðum í fram­kvæmd­ir sem verður flýtt. Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra.

Fram­kvæmd­irn­ar snúa að nauðsyn­leg­um úr­bót­um á innviðum sem í ljós kom að virkuðu ekki sem skyldi þegar óveður gekk yfir landið í des­em­ber síðastliðnum. Til­lög­ur átaks­hóps um úr­bæt­ur voru kynnt­ar í dag.

Ekki allt í hengl­um

Það sem er sér­stakt við vinn­una er að hún er sam­starf sex ráðuneyta, en Katrín seg­ist mjög ánægð með út­kom­una. Það sé stór áfangi að sýna fram á að ólík ráðuneyti geti unnið hratt og vel sam­an þegar þörf er á. „Það sem ég er ánægð með er hvað við get­um áorkað miklu þegar við vinn­um sam­an. Við erum ekki með stjórn­skip­an sem ger­ir ráð fyr­ir því, þannig að þetta er ný nálg­un og ég er mjög stolt af henni,“ seg­ir Katrín.

„En um leið finnst mér það mjög gott við þessa vinnu að hún snýst ekki bara um að slumpa á hvað við telj­um að þurfi að gera, held­ur er búið að leggja lín­urn­ar um heild­stætt yf­ir­lit um allt það sem er verið að gera. Það er verið að verja mjög mikl­um fjár­mun­um í innviðaupp­bygg­ingu á hverju ári, 900 millj­örðum frá ólík­um aðilum á næstu tíu árum. Það er ekki eins og allt sé hérna í hengl­um, það er margt mjög vel gert, en það er búið að greina veik­leik­ana og gera til­lög­ur til úr­bóta.“

Upp­bygg­ing snjóflóðavarna og raflín­ur í jörð mik­il­væg­ast 

Skýrsla átaks­hóps­ins er yf­ir­grips­mik­il en þar er farið yfir 540 aðgerðir sem gert er ráð fyr­ir að komi til fram­kvæmda á næstu tíu árum, þar af 192 nýj­ar aðgerðir og 40 aðgerðir sem lagt er til að verði flýtt í fram­kvæmda­áætl­un Landsnets og dreifi­veitna.

En hvaða atriði eru mik­il­væg­ust að mati Katrín­ar?

„Ann­ars veg­ar eru það þess­ir stóru póst­ar, að flýta upp­bygg­ingu snjóflóða- og of­an­flóðavarna til 2030 en á óbreytt­um hraða væri þeim lokið í kring­um 2050. Það er auðvitað ri­sa­mál. Síðan er það flýt­ing jarðstrengja­fram­kvæmda, það er að segja að koma raflín­um í jörð, til 2025. Sem er annað risa­stórt mál og mun skipta miklu máli fyr­ir orku­ör­yggi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert