Nóatúni í Austurveri lokað í sumar

Nóatún. Sagan er senn á enda.
Nóatún. Sagan er senn á enda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðustu verslun Nóatúns, sem er í Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík, verður í sumar breytt í Krónubúð og opnuð undir þeim merkjum í ágústmánuði.

„Við ætlum að einbeita okkur að rekstri lágvöruverðsverslana, enda kalla neytendur eftir slíku. Á síðustu árum höfum við oft fengið óskir frá íbúum í Háleitishverfi um Krónu í hverfið sitt og nú erum við að svara því kalli,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

Fyrr á tíð var Sláturfélag Suðurlands með verslun í Austurveri, en um 1990 kom Nóatún í hennar stað. Þeirri verslun verður lokað um mitt sumar og breytingar gerðar á húsnæðinu svo þar megi opna Krónubúð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert