Víða snjókoma eða skafrenningur

Það snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Það snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt. mbl.is/​Hari

Færð á vegum er slæm víða á Suður- og Vesturlandi. Spáð er rysjóttu veðri fram eftir degi með snjókomu eða skafrenningi víða á landinu.

Ferðamenn kanni vel veðurspár og færð áður en lagt er í hann. Veðurviðvaranir eru í gildi, að því er segir í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð austlægri átt, 15 til 23 metrum á sekúndu og snjókomu með köflum eða skafrenningi, hvassast suðaustanlands en hægara og úrkomuminna fyrir norðan og austan í fyrstu.

Frost verður á bilinu 1 til 10 stig, kaldast norðaustanlands. Talsverð snjókoma eða slydda verður á austanverðu landinu síðdegis en annars dálítil él og dregur heldur úr frosti.

Á morgun verður austlæg átt, 10-18 m/s og slydda eða snjókoma með köflum austanlands og rigning við ströndina, en annars hægari og dálítil él. Hvessir talsvert á Suðausturlandi um kvöldið. Hiti verður kringum frostmark, en frostlaust með austurströndinni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert