Andlát: Wolfgang Edelstein

Ráðstefna til heiðurs Wolfgang var haldin hér á landi árið …
Ráðstefna til heiðurs Wolfgang var haldin hér á landi árið 2007. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Dr. Wolfgang Edel­stein, sem lengi var ráðgjafi mennta­málaráðherra og stýrði ýms­um um­bóta­verk­efn­um í skóla­kerfi lands­ins, lést í Berlín í morg­un 90 ára að aldri. Wolfgang varð ís­lensk­ur rík­is­borg­ari nítj­án ára gam­all eft­ir að hafa flúið með fjöl­skyldu sinni frá Þýskalandi nas­ism­ans árið 1938.

Eft­ir að hafa lokið stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1949 hélt Wolfgang til há­skóla­náms í Frakklandi þar sem hann lagði stund á mál­vís­indi, lat­ínu og bók­mennt­ir. Doktors­rit­gerð sína skrifaði hann við há­skól­ann í Heidel­berg í Þýskalandi þar sem hann hafði ein­beitt sér að miðalda­sögu, lat­ínu og upp­eld­is­fræðum.

Hann var ráðinn til starfa við Od­enwald-skól­ann í Suður-Þýskalandi árið 1954 sem kenn­ari en varð síðar nám­stjóri. Síðar starfaði hann við Max-Planck-rann­sókn­ar­stofn­un­ina í upp­eld­is- og mennta­mál­um frá stofn­un henn­ar árið 1963 þar til hann lét af störf­um árið 1997.

Wolfgang var þekkt­ast­ur hér á landi fyr­ir áhrif á þróun skóla­starfs á 20. öld­inni og er tal­inn vera í hópi þeirra sem mest höfðu áhrif. Hann var ráðgjafi mennta­málaráðherra frá ár­inu 1966 til 1984 og svo aft­ur á ár­un­um 1989 til 1991 um mót­un skóla­stefnu. Stýrði hann á þeim tíma mörg­um um­bóta­verk­efn­um meðal ann­ars á veg­um skól­a­rann­sókna­deild­ar mennta­málaráðuneyt­is­ins sem var stofnuð að und­ir­lagi hans.

Wolfgang flúði til Íslands frá Þýskalandi nasismans um miðja síðustu …
Wolfgang flúði til Íslands frá Þýskalandi nas­ism­ans um miðja síðustu öld. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Ráðgjöf Wolfgangs tengd­ist meðal ann­ars setn­ingu fyrstu grunn­skóla­lag­anna árið 1974 og nýrri nám­skrá sem sett var sam­hliða laga­setn­ing­unni. Nám­skrá­in var byggð á hug­mynd­um fram­sæk­inn­ar kennslu­fræði (e. progressi­ve educati­on) og þótti rót­tæk á sín­um tíma.

Auk þess að koma að heild­ar­end­ur­skoðun náms­efn­is og kennslu vakti hann með fjöl­mörg­um fyr­ir­lestr­um sín­um marga til um­hugs­un­ar um mik­il­vægi fag­mennsku í skóla­starfi. Þá hóf hann rann­sókn, í sam­starfi við Sig­ur­jón Björns­son pró­fess­or, árið 1976 hér á landi á upp­vexti, þroska og fé­lags­leg­um aðstæðum barna og ung­menna. Rann­sókn­in er ein viðamesta langsniðsrann­sókn á þroska­ferl­um ein­stak­linga sem gerð hef­ur verið.

Þá gaf Wolfgang út fjölda bóka, bók­arkafla og greina um rann­sókn­ir sín­ar. Einn helsti sam­starfsmaður Wolfgangs var eig­in­kona hans, þroska­sál­fræðing­ur­inn Monika Kell­er.

Wolfgang var sæmd­ur heiðurs­doktors­nafn­bót frá fé­lags­vís­inda­deild Há­skóla Íslands árið 1995 fyr­ir störf sín að skóla­mál­um og rann­sókn­um. Hann hlaut nafn­bót heiðurs­pró­fess­ors við Freie-há­skól­ann í Berlín og við Pots­dam-há­skól­ann. Árið 2009 hlaut hann Hil­degard Hamm-Brücher-verðlaun­in fyr­ir fram­lag sitt til að efla lýðræðis­mennt­un og árið 2012 var Wolfgang sæmd­ur Theodor Heuss-verðlaun­un­um fyr­ir störf sín á þágu lýðræðis­upp­eld­is.

Heim­ild­ir:

Vís­inda­vef­ur­inn

Viðtal Society for Rese­arch in Child Develop­ment við Wolfgang

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert