Undanþágubeiðni vegna þrifa í grunnskólum hafnað

Viðar Þorsteinsson segir rök Reykjavíkurborgar fyrir undanþágubeiðninni ekki eiga við …
Viðar Þorsteinsson segir rök Reykjavíkurborgar fyrir undanþágubeiðninni ekki eiga við í tilfelli grunnskólanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Und­anþágu­beiðni Reykja­vík­ur­borg­ar frá verk­falli Efl­ing­ar sem snýr að þrif­um á grunn­skól­um borg­ar­inn­ar hef­ur verið hafnað af Efl­ingu. Þetta seg­ir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, í sam­tali við mbl.is.

Efl­ing hef­ur veitt borg­inni tvær und­anþágur frá yf­ir­stand­andi verk­falli nú þegar. Þær snúa að sorp­hirðu ann­ars veg­ar og þrif­um og umönn­un hjá öldruðum og fötluðum hins veg­ar. Farið var fram á und­anþág­urn­ar eft­ir að í ljós kom að kór­ónu­veiru­smit hefði greinst hér á landi.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri greindi frá því fyrr í dag í sam­tali við mbl.is að borg­in hefði óskað eft­ir þriðju und­anþág­unni sem varðaði þrif í grunn­skól­um. Dag­ur sagði borg­ina leggja áherslu á það í ljósi leiðbein­inga frá al­manna­vörn­um rík­is­lög­reglu­stjóra um auk­in þrif í hús­um þar sem þjón­usta er veitt.

Rök­in eiga ekki við í til­felli grunn­skól­anna

Viðar seg­ir að rök Reykja­vík­ur­borg­ar sem byggja á áhyggj­um al­manna­varna­deild­ar og sótt­varna­lækn­is um áhrif verk­falls­ins á viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins ekki eiga við.

„Við telj­um nokkuð ljóst að rök­semd­irn­ar sem tengj­ast sér­stak­lega þess­um far­aldri eigi ekki við um skóla­starf­semi vegna þess að þar eru ekki þess­ir sér­stak­lega viðkvæmu hóp­ar á ferð,“ út­skýr­ir Viðar og bæt­ir við:

„Þess­ar stofn­an­ir hafa ein­fald­lega lokað í mörg­um til­fell­um þannig að borg­in sjálf hef­ur þannig aug­ljós­lega færa leið til að leysa þann vanda án þess að setja fólk í hættu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka