26% fækkun skráningar vörumerkja

Umsóknum íslenskra aðila um skráningu hugverka hér á landi fækkaði nokkuð á seinasta ári miðað við árið á undan skv. nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

Fram kemur á vefsíðu Hugverkastofunnar að vörumerkjaumsóknum íslenskra aðila fækkaði um 26% milli ára. Á sama tíma fjölgaði hins vegar vörumerkjaumsóknum erlendra aðila um 2%.

„Þegar litið er til vörumerkja þá var töluverð fækkun umsókna frá íslenskum aðilum á árinu 2019. 639 vörumerkjaumsóknir bárust Hugverkastofunni sem er 26% fækkun miðað við árið 2018, en hafa verður í huga að árið 2018 var algjört metár hvað varðar fjölda vörumerkjaumsókna. Erfitt er að meta ástæður fyrir fækkuninni, en vörumerkjaumsóknir gefa oft vísbendingar um sveiflur og umsvif í viðskiptalífinu. Þessar tölur gætu því verið merki um að íslensk fyrirtæki hafi haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýsköpun á árinu 2019,“ segir í frétt á vef stofnunarinnar.

Þar kemur einnig fram að á seinasta ári bárust Hugverkastofunni samtals 3.405 vörumerkjaumsóknir frá erlendum aðilum. Þær voru 3.337 á árinu 2018 og fjölgaði því milli ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert