Blaðamannafundur vegna kórónuveiru

Frá blaðamannafundinum í dag.
Frá blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækn­ir héldu blaðamanna­fund klukk­an 14 í húsa­kynn­um al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð 14. Til­efnið, líkt og blaðamanna­fund­ir sem haldn­ir voru á miðviku­dag, fimmtu­dag og föstu­dag, er út­breiðsla kór­ónu­veiru.

Á fræðimáli heit­ir þessi nýja kór­ónu­veira SARS-CoV-2 og veld­ur hún sjúk­dómi sem gefið hef­ur verið nafnið COVID-19. Þrjú til­felli smits hafa verið staðfest hér á landi til þessa, einn karl­maður greind­ist með veiruna á föstu­dag og í gær­kvöldi til­kynntu yf­ir­völd að karl og kona væru smituð af veirunni.

Fólkið er allt bú­sett á höfuðborg­ar­svæðinu, en um 260 manns eru nú í sótt­kví á land­inu. Hér að neðan verður sagt frá því sem fram kem­ur á blaðamanna­fund­in­um í Skóg­ar­hlíð í beinni texta­lýs­ingu. 

 



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert