Félagskerfi bænda verði einfaldað

Á beit. fjósi Félagskerfið endurskoðað.
Á beit. fjósi Félagskerfið endurskoðað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagskerfi landbúnaðarins verður einfaldað og félagseiningum fækkað um helming, nái tillaga nefndar sem unnið hefur að heildarendurskoðun félagskerfisins fram að ganga.

Tillagan verður lögð fyrir búnaðarþing í dag. Lagt er til að stofnuð verði Samtök landbúnaðarins og þau mynduð úr Bændasamtökum Íslands og fyrirtækjum landbúnaðarins sem eru í Landbúnaðarklasanum.

Einfalda á bændahluta samtakanna með því að fækka samtökum sem eiga aðild að Bændasamtökunum úr 27 í 14. Meðal annars verður búnaðarsamböndum fækkað úr ellefu í fjögur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert