Forföll vegna kórónuveiru séu greiðsluskyld

Drífa Snædal, forseti ASÍ, í húsnæði sambandsins.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, í húsnæði sambandsins. mbl.is/Hari

Launa­fólk sem sett er í sótt­kví eða gert er að lækn­is­ráði að halda sig heima og um­gang­ast ekki vinnu­fé­laga eða annað fólk í um­hverfi sínu vegna þess að það sé sýkt af kór­ónu­veirunni COVID-19 eða sé hugs­an­lega smit­beri hans er að mati Alþýðusam­bands Íslands óvinnu­fært vegna sjúk­dóms eða vegna hættu á því að verða óvinnu­fært vegna hans og eru for­föll þess því greiðslu­skyld sam­kvæmt ákvæðum kjara­samn­inga og laga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu ASÍ. Þar seg­ir jafn­framt að miðstjórn muni fjalla um þá stöðu sem upp er kom­in og viðbrögð við henni á fundi sín­um næst­kom­andi miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert