Náðu ekki nægum fjölda undirskrifta

Elliðaárdalur.
Elliðaárdalur. mbl.is/​Hari

Undirskriftasöfnun fyrir íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka við Elliðaárdal í Reykjavík lauk á föstudag. Safna þurfti undirskriftum um 18.000 Reykvíkinga til að borgaryfirvöld væru bundin af niðurstöðum hennar.

Alls söfnuðust 9.003 undirskriftir rafrænt, en því til viðbótar á eftir að yfirfara undirskriftir sem söfnuðust á pappír og skipta nokkrum þúsundum. Nákvæmur fjöldi undirskrifta liggur því ekki fyrir, en í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals, að útilokað sé að tilskildum fjölda hafi verið náð.

„Ég held að ég verði að vera raunsær,“ segir hann en bætir þó við að hann telji félaginu hafa tekist að safna því sem ætti að þykja eðlilegur fjöldi undirskrifta. „Við erum með fleiri undirskriftir en kjósendur Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í síðustu kosningum, þótt þessir aðilar hafi talað eins og þetta sé enginn fjöldi,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka