Um 150 Norðmenn sinna loftrýmisgæslu

F-35 orrustuþotur norska flughersins.
F-35 orrustuþotur norska flughersins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norski flugherinn er kominn til Íslands og tók í gær formlega við loftrýmisgæslu landsins. Um er að ræða fyrstu aðgerð norska flughersins þar sem nýjar F-35 þotur hans eru notaðar utan Noregs, en þjálfun og undirbúningur í notkun þeirra hefur staðið yfir í tvö ár.

„Við vorum að ljúka því ferli í nóvember og erum núna, örfáum mánuðum seinna, komnir í þetta verkefni og það sýnir NATO með hversu litlum fyrirvara við getum hrint af stað svona umfangsmiklum aðgerðum,“ segir Sigurd Tonning-Olsen, fjölmiðlafulltrúi norska flughersins,  í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir um að ræða stórt verkefni þar sem mannskapurinn er 150 einstaklingar og eru það fleiri en þegar norski flugherinn hefur sinnt loftrýmisgæslu með F-16 þotum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert