Mikil áhrif á starfsemi Landspítala

Verkfall kæmi sér illa vegna kórónuveirunnar
Verkfall kæmi sér illa vegna kórónuveirunnar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skæruverkfall félaga úr tveimur stéttarfélögum sem eru fjölmennir á Landspítala, Sjúkraliðafélagi Íslands og Sameyki, mun hafa mikil áhrif, ekki síst nú þegar mikið álag er á spítalanum vegna kórónuveirunnar.

„Það mun trufla mikið klíníska þjónustu og stoðþjónustu sem er dreifð um allan spítalann,“ segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála á Landspítala.

Verkföll félaga innan BSRB munu strax hafa áhrif á daglegt líf fólks, ef til þeirra kemur. Nefna má að frístundaheimili víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi verða lokuð frá og með 9. mars og búast má við að grunnskólar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi lokist fljótlega vegna þess að ræstingar falla að mestu niður. Frá sama tíma verður lokað á ýmsa opinbera þjónustu, svo sem við útgáfu vegabréfa og ökuskírteina.

Losna ekki undan skattframtali

Aðildarfélög BSRB standa almennt saman að skæruverkföllum í tvo daga í viku frá 9. mars og út mánuðinn og síðan að ótímabundnu allsherjarverkfalli frá 15. apríl. Stærsta félagið, Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu, boðar hins vegar til ótímabundins verkfalls hjá ríki og sveitarfélögum á tiltekna þjónustuþætti frá og með 9. mars.

Starfsemi heldur áfram hjá Skattinum, Tollinum og sýslumannsembættum en útlit er fyrir að flestar almennar afgreiðslur lokist og afgreiðslur í síma skerðist. Þó að verkfall hefjist 9. mars mun það ekki hafa áhrif á almenn framtalsskil þar sem skattframtölum er skilað rafrænt. Hins vegar skerðist framtalsþjónusta sem veitt er í síma og fólk getur ekki fengið aðstoð í afgreiðslum Skattsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert