Þarf að auka sveigjanleika orkukerfisins

Vatnsfellsstöð. Stöðvarhús verður lengt og komið fyrir nýrri aflvél.
Vatnsfellsstöð. Stöðvarhús verður lengt og komið fyrir nýrri aflvél. Ljósmynd/Landsvirkjun

Áform Landsvirkjunar um að stækka þrjár aflstöðvar sínar á Þjórsár-Tungnaársvæðinu snýst um að auka uppsett afl og þar með sveigjanleika í orkuöflun til þess að geta mætt orkuskiptum í samgöngum, breytingum vegna væntanlegrar uppbyggingar vindorkuvera og aukins rennslis til virkjana vegna hlýnunar andrúmsloftsins.

Landsvirkjun hefur tilkynnt áform um stækkun Hrauneyjafossstöðvar, Sigöldustöðvar og Vatnsfellsstöðvar til yfirvalda vegna vinnu verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar við mat á orkukostum. Snúast verkefnin um að auka uppsett afl stöðvanna en orkuvinnsla eykst tiltölulega lítið.

Í umhverfismat og ramma

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að allar þessar virkjanir hafi verið hannaðar þannig að hægt yrði að lengja stöðvarhúsin til að bæta við vél. Áformin snúist um það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að auk stækkunar stöðvarhúsa þurfi að leggja nýjar þrýstipípur úr lónum til stöðvarhúsa og víkka frárennslisskurði. Framkvæmdirnar séu tiltölulega lítið inngrip í umhverfið. Þarf að sækja um framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi. Einnig þarf að meta áhrif á umhverfið og vegna þess að það er skylt þarf framkvæmdin að fara inn í rammaáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert