Viðbúin að loka íþróttahúsum og sundlaugum

ÍTR er í viðbragðsstöðu vegna kórónuveirunnar ef loka þarf laugum.
ÍTR er í viðbragðsstöðu vegna kórónuveirunnar ef loka þarf laugum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Íþróttastarf í borginni er enn með hefðbundnu móti en við höfum uppi allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar leggur línurnar í öllum viðbúnaði og samkvæmt því erum við viðbúin því að loka þurfi íþróttahúsum, sundlaugum og öðru ef alvarlegar aðstæður skapast.“

Þetta segir Steinþór Einarsson hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í Morgunblaðinu í dag. „Við erum einnig í nánu samstarfi við íþróttafélögin úti í hverfunum sem hafa upplýst til dæmis foreldra um stöðuna, en upplýsingar skipta öllu máli eins og málin blasa við okkur nú,“ segir Steinþór ennfremur.

Íþróttafélög vara við

Á vefsetrum íþróttafélaga í Reykjavík hefur verið vakin athygli á leiðbeiningum sóttvarnalæknis í tengslum við kórónuveiruna og fólk hvatt til þess að fylgjast með upplýsingum. Hafa einnig í huga að skilgreiningar á svæðum með viðvarandi smit geta breyst hratt. Í tilkynningu frá Árbæjarfélaginu Fylki kemur fram að félagið hafi gefið út til þjálfara að forðast óþarfa snertingar milli iðkenda og starfsmanna. Einnig að þjálfarar brýni fyrir iðkendum að þvo sér reglulega um hendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert