Eigi matvæli með langt geymsluþol

Ný tilfelli kórónuveirusmits skjóta stöðugt upp kolli.
Ný tilfelli kórónuveirusmits skjóta stöðugt upp kolli.

Í nýuppfærðri viðbragðsáætlun Almannavarna vegna heimsfaraldurs, sem t.d. gæti verið hrint í framkvæmd ef útbreiðsla kórónuveirunnar magnast alvarlega, er m.a. að finna lista yfir æskilegt birgðahald heimila við slíkar aðstæður. Er það tekið saman af Embætti landlæknis.

Lagt er til að heimilin komi sér upp birgðum af matvælum með langt geymsluþol. Vörulistinn er þessi: Niðursuðuvörur tilbúnar til neyslu, kjötréttir, fiskréttir; grænmeti, ávextir, baunir og súpur; grænmetissúpur og kartöflumús í pakka; G-mjólk og ávaxtasafi með langt geymsluþol; kornvörur, pasta og hrísgrjón; morgunkorn, múslí og haframjöl; hrökkbrauð og kex; þurrkaðir ávextir; hnetusmjör, hnetur; matarolía; ungbarnafæða í krukkum, ungbarnagrautar og ungbarnamjólk, ef ungbarn er á heimilinu; önnur matvara með langt geymsluþol. Þá er talað um gæludýrafóður ef gæludýr er á heimilinu.

Fram kemur að í öllum tilfellum er gert ráð fyrir rafmagni og rennandi vatni á heimilum landsmanna í sambandi við þetta birgðahald.

Viðbragðsáætlunin er rúmlega hundrað síðna rit með áætlun fyrir landið allt og er það aðgengilegt á vef almannavarna. Áætluninni er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða vegna hvers kyns heimsfaraldurs og styðst hún við gildandi lög um almannavarnir og sóttvarnalög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert