Gámar fyrir utan Samhæfingarmiðstöð

Gámarnir voru settir upp í dag.
Gámarnir voru settir upp í dag. Ljósmynd/mbl.is

Gám­um hef­ur verið komið upp fyr­ir fram­an hús Sam­hæf­ing­armiðstöðvar al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð í Reykja­vík. Þeir hafa ekki verið tekn­ir í notk­un enn en fyr­ir­hugað er að þar verði meðal ann­ars haldn­ir blaðamanna­fund­ir og tekið á móti öðrum gest­um í framtíðinni. 

„Hér erum við með mik­il­væg­ar stjórn­stöðvar. Hluti af sótt­vörn­um húss­ins er að geta tekið á móti fólki en ekki inni í hús­inu,“ seg­ir Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Gám­arn­ir verða tekn­ir í notk­un um leið og sótt­varn­ir húss­ins verða efld­ar. Á næstu dög­um verður meðal ann­ars unnið að því að leggja raf­magn í þá. 

„Hér eru fram­línu­viðbragðsaðilar og við verðum að verja þeirra stjórn­stöðvar. Við erum með af­skap­lega stíf­ar regl­ur í þessu,“ seg­ir Víðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert