Sala á Ísey í Japan hefst í lok mánaðar

Japanskir kvikmyndagerðarmenn voru í gær við Herjólfsgötu í Hafnarfirði að …
Japanskir kvikmyndagerðarmenn voru í gær við Herjólfsgötu í Hafnarfirði að taka upp efni í auglýsingu fyrir Ísey skyr. Fjallar hún um ævintýri japanskrar stúlku sem kemur til Íslands til að leita að Ísey skyri. Ljósmynd/aðsend

Yfir 50 þúsund verslanir í Japan munu taka Ísey skyr í sölu strax í upphafi skyrframleiðslu þar í landi. Er stefnt að sölu þar í landi í lok þessa mánaðar.

„Við erum ákaflega heppin með samstarfsaðila í Japan, getum ekki verið ánægðari með þá. Þeir leysa öll mál af fagmennsku,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hann á ekki von á því að kórónuveiran hafi áhrif á þessi áform.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert