Sóðaskapur í miðbæ Reykjavíkur vegna verkfalls

Ruslið flæðir upp úr.
Ruslið flæðir upp úr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykvíkingar eru flestir orðnir nokkuð vanir sóðaskap í miðbænum enda ruslatunnur þar fyrir löngu orðnar yfirfullar vegna langvarandi verkfalls félagsmanna Eflingar.

Reglulega hefur verið greint frá vandanum og hafa meðal annars sumir kaupmenn við Laugaveg brugðið á það ráð að líma fyrir tunnurnar svo ruslið flæði ekki úr þeim.

Tunnan á myndinni stóð þó enn opin í gær og því líklegt að rusl fjúki þaðan fljótlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert