Vinningar í spilakössum langt undir boðuðu lágmarki

Bróðurparturinn af veltu spilakassa kemur frá spilafíklum.
Bróðurparturinn af veltu spilakassa kemur frá spilafíklum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutfall vinninga í spilakössum skal samkvæmt reglugerð vera 89%, en er hins vegar aðeins í kringum 70%. Þetta kemur fram í opnu bréfi til dómsmálaráðherra frá þremur félögum í Samtökum áhugafólks um spilafíkn sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í bréfinu er rakið að dómsmálaráðherra gefi út leyfi til reksturs happdrættisvéla á vegum Háskóla Íslands annars vegar og hins vegar Íslandsspila, sem eru sameignarfélag í eigu Rauða krossins á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ.

Vakin er athygli á því að þegar útborgaðir vinningar hafi verið dregnir frá hafi bróðurhluti teknanna það árið, eða 1.520 milljónir af 1.900 milljónum, farið í að greiða leyfi og fyrirtækjum með spilakassa.

Í bréfinu eru sex spurningar stílaðar á dómsmálaráðherra um rekstur vélanna og skaðleg áhrif þeirra með því að ýta undir spilafíkn. Undir það skrifa Alma Hafsteins, Kristján Jónasson og Örn Sverrisson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert