Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 14:00 í dag í húsakynnum almannavarna en á fundinum í dag mun Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræða aukna getu heilsugæslunnar til að svara fyrirspurnum, þá sérstaklega í gegnum síma og Heilsuveru.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun einnig fjalla um stöðu og þróun mála hér á landi og erlendis og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fjallar um yfirstandandi verkefni almannavarna.