Danir dýpka með öðrum aðferðum

Trud R sprautar sandinum af botninum og út í strauminn.
Trud R sprautar sandinum af botninum og út í strauminn. Ljósmynd/aðsend

Dýpkunarskipið Trud R er komið til landsins og hefur hafið vinnu við dýpkun í Landeyjahöfn. Verður skipið að út mánuðinn en þá hefst vinna Björgunar ehf. við hefðbundna vordýpkun.

Vegagerðin samdi við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn frá 15. febrúar og út mars. Trud R átti að hefjast handa eftir miðjan febrúar en skipið tepptist í nokkra daga í Færeyjum vegna veðurs og þess vegna hefur verkið tafist.

Dælt út í strauminn

Vegagerðin samdi við Björgun um dýpkun í Landeyjahöfn vor og haust og í nóvember var samið við fyrirtækið um viðbótardýpkun út janúar. Í ljósi reynslunnar í fyrra var ákveðið að dýpka í febrúar og mars í því augnamiði að geta opnað höfnina fyrr. Samið var við danska fyrirtækið um að reyna aðrar aðferðir við dýpkunina. Í stað þess að dæla sandinum upp og sigla með hann út fyrir ströndina verður reynt að dæla út í strauminn og láta efnið berst burt með honum.

Annars er staðan í Landeyjahöfn ágæt. Nýi Herjólfur siglir þangað nú og hefur gert í vetur þegar veður hefur leyft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka