Lækka þarf skatta á greinina

Icelandair.
Icelandair.

Þrátt fyrir að Ísland teljist til dýrari áfangastaða fyrir erlenda ferðamenn er framlegð ferðaþjónustufyrirtækja lág. Á þetta benti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í ræðu á aðalfundi Icelandair Group sem haldinn var á Nordica Hilton hóteli í gær.

„Auka þarf framleiðni í greininni, en auk þess þurfa stjórnvöld að lækka skatta og álögur á ferðaþjónustuna,“ sagði hann og bætti við: „Á síðustu árum hefur þó meira verið rætt á vettvangi stjórnmálamanna um hvernig hægt sé að skattleggja ferðaþjónustuna umfram það sem nú er gert.“

Í tengslum við uppgjör sem Bogi Nils kynnti á fundinum var ítrekað að tvíþætt samkomulag hefði nú þegar verið gert við Boeing vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX véla félagsins en að teknu tilliti til þeirra væri tjón félagsins af völdum hennar 100 milljónir dollara, jafnvirði 12,7 milljarða króna. Eins og áður hefur komið fram nam tap félagsins 7,1 milljarði á nýliðnu ári. Benti Bogi á að ef ekki hefði verið fyrir kyrrsetningu hinna nýju véla hefði rekstrarbati orðið sýnilegur hjá félaginu, sem tapaði álíka fjárhæðum árið 2018 og á nýliðnu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert