Mikill viðbúnaður vegna kórónuveirusmitsins

Áætluð þróun um fjölda kórónuvírussmita.
Áætluð þróun um fjölda kórónuvírussmita. mbl.is

Neyðarstig almannavarna tók gildi í gær er ljóst var að nýja kórónuveiran var farin að smitast milli manna innanlands. Veiran veldur sjúkdómnum COVID-19.

Fyrstu innlendu smitin, fyrst tvö og svo önnur tvö, voru staðfest í gær og greindust alls átta ný tilfelli. Þar með voru smitin orðin alls 45.

Helmingur tilfella sem greindust í gær tengdist fólki sem var á ferðalagi á skíðasvæðum á Ítalíu og í Austurríki. Í gær var búið að taka um 400 sýni vegna gruns um smit. Daglegir blaðamannafundir vegna kórónuveirunnar eru haldnir í Samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka