Skellur af loðnubresti ár eftir ár

Verði loðnubrestur annað árið í röð hefði það áhrif víða.
Verði loðnubrestur annað árið í röð hefði það áhrif víða. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknastofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hrygning er að hefjast.

Í þessum sveitarfélögum hefur útgerð loðnuskipa og vinnsla í landi verið stór þáttur í atvinnulífinu. Um rannsóknakvótann segir í yfirlýsingunni að með honum hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrognamarkaði.

Það sé áhyggjuefni hversu mikið skorti upp á nýjar grunnrannsóknir á loðnustofninum. Stjórnvöld verði að bregðast við nú þegar og gera Hafrannsóknastofnun kleift fjárhagslega að ráðast í slíkar rannsóknir. Ekki síst hafi það verið mikið áfall að heyra að Hafrannsóknastofnun hafi ekki fengið fjárframlag á dögunum til að geta vaktað loðnuna og hegðun hennar nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka