Kári þarf ekki leyfi fyrir skimunum

Ekkert leyfi þarf fyrir skimunum eða þeim rannsóknum sem Kári …
Ekkert leyfi þarf fyrir skimunum eða þeim rannsóknum sem Kári hyggst gera. mbl.is/Golli

Per­sónu­vernd og Vís­indasiðanefnd segja skimun og veiru­rann­sókn eins og Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, bauðst til að fram­kvæma vegna kór­ónu­veirunn­ar, ekki leyf­is­skylda. Hún geti því farið fram án aðkomu þess­ara aðila. Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá Per­sónu­vernd og Vís­indasiðanefnd.

Í gær kom fram að leyfi þyrfti til þess að fram­kvæma skiman­ir fyr­ir kór­ónu­veiru og þær rann­sókn­ir sem Kári hugðist gera og ákvað hann því að hætta við. Enda taldi hann sig ætla að taka þátt í klín­ískri vinnu, ekki vís­inda­rann­sókn. Í gær­kvöldi sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í færslu á Face­book að hún ætlaði að greiða fyr­ir því að Íslensk erfðagrein­ing gæti hafið skiman­ir, enda væru hún og sótt­varna­lækn­ir sam­mála um að til­boðið væri mik­il­vægt fram­lag til lýðheilsu og sótt­varna.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Vís­indasiðanefnd og Per­sónu­vernd að í gær hefði borist er­indi frá Íslenskri erfðagrein­ingu þar sem fram kom að fyr­ir­tækið hefði boðist til að aðstoða heil­brigðis­kerfið við að öðlast betri skiln­ing á því hvernig kór­ónu­veir­an, sem veld­ur COVID-19-sjúk­dómi, hag­ar sér

„Út frá efni er­ind­is­ins vöknuðu spurn­ing­ar um hvort hluti verk­efn­is­ins fæli í sér vís­inda­rann­sókn á heil­brigðis­sviði sem væri leyf­is­skyld hjá Vís­indasiðanefnd. Var Íslensk erfðagrein­ing upp­lýst um það og boðin flýtimeðferð. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem nú liggja fyr­ir er ætl­un fyr­ir­tæk­is­ins að skima fyr­ir Covid19-veirunni og skoða veiruna nán­ar. Slík skimun og veiru­rann­sókn er hvorki leyf­is­skyld hjá Vís­indasiðanefnd né Per­sónu­vernd og get­ur því farið fram án aðkomu þess­ara aðila,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert