Bæjarstarfsmenn semja við sveitarfélög

Við undirritun samningsins.
Við undirritun samningsins. Ljósmynd/Ríkissáttasemjari

Kjarasamningur var undirritaður á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB rétt fyrir miðnætti í kvöld hjá ríkissáttasemjara. Verkfalli félaganna gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur því verið aflýst.

Samningurinn tekur til um 7.000 starfsmanna sveitarfélaga um allt land og gildir til 31. mars 2023. Félögin eru 14 talsins. 

Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. 

Félögin eru eftirfarandi: 

Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu

Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga:

Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi

Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu

Starfsmannafélags Fjallabyggðar

Starfsmannafélags Fjarðabyggðar

Starfsmannafélags Húsavíkur

Starfsmannafélags Vestmannaeyja

Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga:

FOSS, stéttarfélags í almannaþjónustu

Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

Starfsmannafélags Kópavogs

Starfamannafélags Mosfellsbæjar

Starfsmannafélags Suðurnesja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert