Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar með fjölmiðlum klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Á fundinum munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir fara yfir stöðu mála með tillti til COVID-19.
Jafnframt mun María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, ræða stöðu þeirra Íslendinga sem eru staddir erlendis á skilgreindum hættusvæðum eða í sóttkví, að því er segir í tilkynningu.