Blaðamannafundur vegna kórónuveiru

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðar til upp­lýs­inga­fund­ar með fjöl­miðlum klukk­an 14 í dag í Skóg­ar­hlíð 14. Á fund­in­um munu Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn, Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, og Alma D. Möller land­lækn­ir fara yfir stöðu mála með tillti til COVID-19.

Jafn­framt mun María Mjöll Jóns­dótt­ir, deild­ar­stjóri upp­lýs­inga­deild­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, ræða stöðu þeirra Íslend­inga sem eru stadd­ir er­lend­is á skil­greind­um hættu­svæðum eða í sótt­kví, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka