Fundi Eflingar og borgarinnar lauk í nótt

Hlé var gert á kjaraviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar í nótt.
Hlé var gert á kjaraviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efling og Reykjavíkurborg gerðu hlé á samningaviðræðum sínum rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Fundur þeirra hafði staðið yfir frá því klukkan 14 í dag. Síðasti fundur Eflingar og borgarinnar var á föstudaginn síðasta og þeim fundi lauk um kvöldmatarleytið.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vildi ekki tjá sig við mbl.is að fundi loknum. Enda allir lúnir eftir að hafa setið að samningaborðinu í allan dag og fram á nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka