Samfés frestar hátíðinni

Frá árshátíð Samfés í Laugardalshöll.
Frá árshátíð Samfés í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, hefur tekið þá ákvörðun að fresta hátíðinni SamFestingnum 2020 vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að SamFestingurinn, sem fara átti fram 20.-21. mars í Laugardalshöll, sé stærsti unglingaviðburður Íslands, þar sem allt að 4.600 ungmenni af öllu landinu komi saman.

„Undirbúningur fyrir viðburðinn hefur staðið yfir í fleiri mánuði og tilhlökkunin mikil. Frestun viðburðar af þessari stærðargráðu þýðir endurskipulag á dagskrá hjá félagsmiðstöðvum á landsvísu. SamFestingurinn, sem fyrst var haldinn árið 1991, er mikilvægasti viðburðurinn í rekstri samtakanna. Verum ábyrg, stöndum saman og setjum velferð okkar allra í fyrsta sæti.“

SamFestingurinn mun nú að óbreyttu fara fram 22.-23. maí í Laugardalshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka