Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði á áttunda tímanum í morgun undir kjarasamning við ríkið.
Þetta staðfestir Kristín Ólafsdóttir, varaformaður félagsins, við mbl.is. „Þetta var löng lota en við gengum sátt frá borði,“ segir hún.
Verkföllin áttu að hefjast klukkan 7 í morgun. Áður hafði félagið samið við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Næsta skref hjá félaginu er að kynna samninginn fyrir félagsmönnum sínum og verður það gert á næstu dögum.