Dönum er ráðlagt að sýna varkárni á Íslandi

Danska drottningarskipið Dannebrog í Reykjavíkurhöfn
Danska drottningarskipið Dannebrog í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Ómar Óskarsson

Dönum var í gær ráðlagt af danska utanríkisráðuneytinu að fara sérstaklega varlega ef leið þeirra liggur til Íslands.

Er það vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hérlendis og segir í smáskilaboðum frá danska utanríkisráðuneytinu að um sé að ræða aðgerðir til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar.

Mikið hefur verið fjallað um fjölda smita á Íslandi í dönskum fjölmiðlum en á vef danska utanríkisráðuneytisins segir að ef fólk ferðist til Íslands ætti það að gæta sérstaklega að því að það smitist ekki af kórónuveiru. Fólk ætti því að fylgja ráðleggingum landlæknis og yfirvalda á Íslandi til hlítar.

„Yfirvöld á Íslandi geta gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu veirunnar og því gæti verið kannað hvort þú sýnir sjúkdómseinkenni. Ef þú ert með slík einkenni geta yfirvöld beitt fyrirbyggjandi aðgerðum eins og einangrun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka