Halldór Benjamín og Ragnar Þór í sóttkví

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA eru báðir komnir í sóttkví. mbl.isHari

Góðkunn­ingjarn­ir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, eru báðir komn­ir í sótt­kví eft­ir að hafa verið á skíðum í Aust­ur­ríki – þó hvor í sínu lagi. Þetta staðfesta þeir í sam­tali við mbl.is.

Báðir eru þeir ein­kenna­laus­ir og ein­ung­is er um varúðarráðstaf­an­ir að ræða. Þeir taka stöðunni með æðru­leysi og láta sótt­kvína ekki hindra sig í að vinna heim­an frá sér.

„Ég er við góða heilsu og stjórna fund­um í geng­um fjar­funda­búnað heim­an frá mér og er í sím­an­um þess á milli. Það er sjálfsagt að verða við þess­um til­mæl­um og það þurfa all­ir að leggj­ast á eitt,“ seg­ir Hall­dór Benja­mín sem er á þriðja degi og á ell­efu daga eft­ir í sótt­kví.

Ragn­ar Þór fór í sótt­kví í gær eft­ir að al­manna­varn­ir víkkuðu út áhættu­svæði aft­ur­virkt. Hann var í skíðum í Aust­ur­ríki 29. fe­brú­ar en flaug heim frá München 2. mars.

„Maður tók enga sénsa held­ur var ég meira og minna heima eft­ir að ég kom heim bara til þess að hafa vaðið fyr­ir neðan mig. Maður hef­ur full­an skiln­ing á ástand­inu og fer bara eft­ir sett­um regl­um. Ég geri það með bros á vör og von­andi verða þess­ar aðgerðir til þess að það tak­ist að hefta út­breiðsluna,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert