Halldór Benjamín og Ragnar Þór í sóttkví

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA eru báðir komnir í sóttkví. mbl.isHari

Góðkunningjarnir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eru báðir komnir í sóttkví eftir að hafa verið á skíðum í Austurríki – þó hvor í sínu lagi. Þetta staðfesta þeir í samtali við mbl.is.

Báðir eru þeir einkennalausir og einungis er um varúðarráðstafanir að ræða. Þeir taka stöðunni með æðruleysi og láta sóttkvína ekki hindra sig í að vinna heiman frá sér.

„Ég er við góða heilsu og stjórna fundum í gengum fjarfundabúnað heiman frá mér og er í símanum þess á milli. Það er sjálfsagt að verða við þessum tilmælum og það þurfa allir að leggjast á eitt,“ segir Halldór Benjamín sem er á þriðja degi og á ellefu daga eftir í sóttkví.

Ragnar Þór fór í sóttkví í gær eftir að almannavarnir víkkuðu út áhættusvæði afturvirkt. Hann var í skíðum í Austurríki 29. febrúar en flaug heim frá München 2. mars.

„Maður tók enga sénsa heldur var ég meira og minna heima eftir að ég kom heim bara til þess að hafa vaðið fyrir neðan mig. Maður hefur fullan skilning á ástandinu og fer bara eftir settum reglum. Ég geri það með bros á vör og vonandi verða þessar aðgerðir til þess að það takist að hefta útbreiðsluna,“ segir Ragnar Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert