Ísrael setur alla ferðalanga í sóttkví

Franskir ferðamenn yfirgefa hótel sitt í Betlehem á sunnudag og …
Franskir ferðamenn yfirgefa hótel sitt í Betlehem á sunnudag og halda heimleiðis. AFP

Ísrael ætlar að krefjast þess að allir sem koma til landsins frá og með morgundeginum fari í tveggja vikna heimasóttkví. Þetta tilkynnti forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Ráðstöfunin snertir alla sem koma erlendis frá.

„Eftir dag af erfiðum ákvörðunum höfum við tekið ákvörðun — allir þeir sem koma til Ísraels að utan munu fara í einangrun í fjórtán daga,“ sagði Netanyahu á Twitter. „Þetta er erfið ákvörðun en hún er nauðsynleg til að viðhalda heilsu almennings,“ bætti hann við. Þessar ráðstafanir munu gilda að minnsta kosti næstu tvær vikur.

Útlendingum sem ekki geta sýnt fram á að þeir geti farið í 14 daga heimasóttkví verður snúið frá landinu. Nærri 40 tilfelli kórónusmits höfðu greinst í Ísrael í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka