Eltu steypubíl á ofsahraða

Fjórir lögreglubílar auk sérsveitar ríkislögreglustjóra eltu steypubifreið sem keyrði á ofsahraða á móti umferð við Sæbraut, samkvæmt lýsingum vitna sem höfðu samband við mbl.is.

Ökumaðurinn ók meðal annars á hjólastíg á Sæbrautinni meðfram sjónum og upp á grasbala við Kassagerðina og ók á gangstétt til móts við Kleppsveg.  

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var mannskapur þaðan kallaður út en svo snúið til baka eftir að ökuferð steypubílsins lauk.

Ökumaður steypubílsins ók á móti umferð og upp á hjólastíg …
Ökumaður steypubílsins ók á móti umferð og upp á hjólastíg og gangstétt við Sæbraut. Lögregla veitti bílnum eftirför. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka