Dagskrá Hæstaréttar í dag er tóm en málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefur verið frestað þar sem einn dómaranna er í sóttkví. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Elín og Sigurjón voru sakfelld fyrir markaðsmisnotkun árið 2016 í einu af hrunmálunum svokölluðu. Í maí á síðasta ári féllst endurupptökunefnd á kröfu Sigurjóns um endurupptöku og átti málflutningur fyrir Hæstarétti að fara fram í dag.
Fimm dómarar munu fjalla um málið og eru flestir þeirra settir sérstaklega þar sem tekist er á um meint hæfi sitjandi dómara við réttinn.