Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn í Austurstræti.
Landsbankinn í Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Landsbankinn hefur lækkað vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi að morgni föstudagsins 13. mars.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Samkvæmt henni munu breytilegir vextir íbúðalána lækka um 0,40 prósentustig. Eftir breytinguna verði breytilegir vextir óverðtryggra íbúðalána 4,50% og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána 2,80%.

Meginvextir Seðlabankans lækkaðir

Fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 36 og 60 mánaða og verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða verði lækkaðir um 0,30 prósentustig.

Óverðtryggðir og verðtryggðir kjörvextir lækki enn fremur um 0,30 prósentustig. Yfirdráttarvextir lækki um 0,30-0,50 prósentustig og breytilegir vextir á bíla- og tækjalánum lækki um 0,30 prósentustig. Innlánsvextir almennra veltureikninga verði óbreyttir en aðrir algengir innlánsvextir lækki um 0,30-0,50 prósentustig.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands greindi í morgun frá því að hún hefði ákveðið að lækka vexti bank­ans um hálft pró­sentu­stig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 2,25%. Þetta eru lægstu meg­in­vext­ir bank­ans frá því verðbólgu­mark­mið var tekið upp árið 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert