Gestum fækkað

Borið hefur á því að fólk mæti síður í útfarir …
Borið hefur á því að fólk mæti síður í útfarir vegna faraldursins. mbl.is/Sigurður Bogi

Eitthvað hefur borið á því að fólk mæti síður í jarðarfarir vegna kórónuveirunnar sem veldur öndunarfærasjúkdómnum COVID-19. Sverrir Einarsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu Íslands, segist hafa tekið eftir því að aðeins hafi dregið úr því að fólk mæti í jarðarfarir og sé það líklegast vegna veirunnar.

„Maður finnur það aðeins á fólki að það sé að fá afboðanir frá einstaklingum sem hefðu annars mætt,“ segir Sverrir. Hann segist vita um dæmi þess að aðstandendur hafi jafnvel hætt við erfidrykkju til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til eldra fólks og annarra áhættuhópa sem geta veikst alvarlega af völdum kórónuveirunnar um að forðast mannamót.

Ýmsum viðburðum hefur verið aflýst eða þeim frestað að undanförnu vegna veirunnar og íhuga stjórnvöld að setja á samkomubann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að flestir sem smitist af veirunni verði ekki mikið veikir. Hafa stjórnvöld því farið í aðgerðir sem vernda eldri borgara og aðra viðkvæma hópa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert