Hægt verði að lækka starfshlutfall

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert

Afgreiðslu frumvarps um tímabundna niðurfellingu gjalda og svigrúm til að standa skil á opinberum gjöldum hefur verið flýtt. Vonir standa til að hægt verði að afgreiða frumvarpið á morgun.

„Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi og í þingflokkum stjórnarflokkana, en endanleg mynd á frumvarpinu verður kynnt á morgun. Það er þingfundur á morgun þar sem málið fær þinglega meðferð,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðmála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Um er að ræða mánaðarfrest til bráðabirgða á meðan smíðuð er lausn fyrir fyrirtæki sem þurfa lengri frest.

Unnið að útfærslu á nýrri tillögu

Auk fyrrgreinds frumvarps er unnið að útfærslu á tillögu sem gera mun fyrirtækjum kleift að lækka starfshlutfall starfsfólks gegn mótframlagi atvinnuleysistryggingasjóðs. „Þetta mun nýtast atvinnurekendum og launafólki ásamt því að takmarka uppsagnir og aukið atvinnuleysi,“ segir Þórdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert