Röskva kynnir framboðslista

Röskva kynnti framboðslista sína til stúdenta- og háskólaráðs í kvöld.
Röskva kynnti framboðslista sína til stúdenta- og háskólaráðs í kvöld. Ljósmynd/Röskva

Framboðslistar Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðs, hafa verið kynntir. Kosningar fara fram 25.-26. mars á Uglu, innri vef HÍ.

Röskva hefur verið með meirihluta í Stúdentaráði síðastliðin þrjú ár með 18 sitjandi fulltrúa af 27 árið 2017-2018 og 2018-2019 og 17 fulltrúa af 27 árið 2019-2020. „Stefna Röskvu byggist á því að tryggja jafnan rétt allra til að stunda nám við Háskóla Íslands óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kynþætti, trú, uppruna, búsetu, efnahagslegri stöðu eða annarra þátta,“ segir í tilkynningu. 

Oddviti hvers sviðs fyrir sig: Arnaldur Starri Stefánsson á félagsvísindasviði, …
Oddviti hvers sviðs fyrir sig: Arnaldur Starri Stefánsson á félagsvísindasviði, Katla Ársælsdóttr á hugvísindasviði, Isabel Alejandra Diaz á lista Röskvu í Háskólaráði og Magdalena Katrín Sveinsdóttir á menntavísindasviði. Á myndina vantar Herdísi Hönnu Yngvadóttur, á verkfræði- og náttúruvísindasviði og Brynhildi Kristínu Ásgeirsdóttur á heilbrigðisvísindasviði. Ljósmynd/Röskva

Stefnumál Röskvu fyrir komandi skólaár fela meðal annars í sér að skrásetningargjöld skuli lækkuð, helsta nauðsynjaþjónusta skuli tryggð í nærumhverfi stúdenta á háskólasvæðinu, að kennsluhættir verði tæknivæddir og að tryggja þurfi fyrirsjáanlegt lánasjóðskerfi þar sem lánasjóðurinn sinni hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Framboðslistana skipa: 

Háskólaráð:

Isabel Alejandra Diaz - Stjórnmálafræði og spænska

Jessý Jónsdóttir - Iðnaðarverkfræði

Varafulltrúar:

Marinó Örn Ólafsson - Hagfræði

Vigdís Ólafsdóttir - Læknisfræði

Félagsvísindasvið

1.sæti - Arnaldur Starri Stefánsson - Lögfræði

2. sæti - Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir - Félagsfræði

3. sæti - Vífill Harðarson - Stjórnmálafræði og hagfræði

4. sæti - Erna Lea Bergsteinsdóttir - Félagsráðgjöf

5. sæti - Júlía Sif Liljudóttir - Viðskiptafræði

Varafulltrúar:

Sigurhjörtur Pálmason - Stjórnmálafræði og mannfræði

Marcello Milanezi - Félagsfræði

Bryndís Ólafsdóttir - Mannfræði

Una Magnea Stefánsdóttir - Lögfræði

María Sól Antonsdóttir - Hagfræði og stjórnmálafræði

Heilbrigðisvísindasvið:

1.sæti - Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir - Læknisfræði

2. sæti - Salóme Sirapat - Hjúkrunarfræði

3. sæti - Jökull Sindri Gunnarsson Breiðfjörð - Sálfræði

Varafulltrúar:

Rannveig Erlendsdóttir - Lyfjafræði

India Bríet Böðvarsdóttir Terry - Sjúkraþjálfunarfræði

Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir - Sálfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið:

1.sæti - Herdís Hanna Yngvadóttir - Iðnaðarverkfræði

2. sæti - Ástráður Stefánsson - Tölvunarfræði

3. sæti - Urður Einarsdóttir - Líffræði

Varafulltrúar:

Alec Elías Sigurðarson - Efnafræði

Margrét Mars Andrésdóttir - Eðlisfræði

Haukur Friðriksson - Umhverfis- og byggingaverkfræði

Hugvísindasvið:

1.sæti - Katla Ársælsdóttir - Bókmenntafræði og ritlist

2. sæti - Ingibjörg Iða Auðunardóttir - Íslenska

3. sæti - Erlingur Sigvaldason - Heimspeki

Varafulltrúar:

Jakub Piotr Statkiewicz - Sagnfræði

Halldóra Björg Guðmundsdóttir - Enska

Jórunn Rögnvaldsdóttir - Sagnfræði

Menntavísindasvið

1.sæti - Magdalena Katrín Sveinsdóttir - Þroskaþjálfafræði

2. sæti - Gabíela Sól Magnúsdóttir - Grunnskólakennsla með áherslu á erlend tungumál

3. sæti - Regína Ösp Guðmundsdóttir - Íþrótta- og heilsufræði

Varafulltrúar:

Eva Baldursdóttir - Uppeldis- og menntunarfræði

Elín Lára Baldursdóttir - Tómstunda- og félagsmálafræði

Hrannar Rafn Jónasson - Grunnskólakennarafræði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert