Fundur á Alþingi hefst kl. 10:30 en dagskráin hefst á óundirbúnum fyrirspurnatíma. Gera má ráð fyrir að þingmenn muni spyrja ráðherra út í viðbrögð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar, sem er nú skilgreind sem heimsfaraldur, og ákvörðun Bandaríkjaforseta um að setja 30 daga ferðabann á Evrópu, þar á meðal Ísland.
Til svara verða forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, félags- og barnamálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér.