60% skiluðu framtali á réttum tíma

Framtalsskil eru betri en þau voru á sama tíma í …
Framtalsskil eru betri en þau voru á sama tíma í fyrra. mbl.is/RAX

Skil skattframtala einstaklinga hafa gengið mjög vel samkvæmt upplýsingum embættis ríkisskattstjóra.

Síðastliðinn þriðjudagur var seinasti skiladagur almennra skattframtala og höfðu þá ríflega 182 þúsund skilað inn framtali sem eru tæplega 60% þeirra sem eru á skattgrunnskrá og þurfa að standa að skattskilum að því er fram kemur á vefsíðunni Skatturinn.

Þeir framteljendur sem sóttu um frest til að skila framtali þurfa að skila því í seinasta lagi í dag, 13. mars. Samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra sóttu um 58 þúsund framteljendur um frest til að skila síðar.

„Framtalsskil eru betri en þau voru á sama tíma 2019 en þá voru skilin einnig mjög góð og höfðu aukist umtalsvert milli ára,“ segir í frétt á vef embættisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert