„Bubbi sjálfur með bros á vör“

Bubbi Morthens með bros á vör. Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld …
Bubbi Morthens með bros á vör. Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld söngleikinn Níu líf sem byggir á lífi hans. mbl.is/RAX

„Sýningin heitir Níu líf og við erum með átta leikara sem túlka líf Bubba á sviðinu, en sá níundi er svo Bubbi sjálfur, uppi í Kjós með súrdeigsbrauð og bros á vör,“ segir Ólafur Egill Egilsson höfundur og leikstjóri sýningarinnar Níu líf sem Borgarleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld kl. 20.

Sýn­ing­in bygg­ist á ótrú­lega fjöl­breyttu lífs­hlaupi tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens og leik­ur tónlist hans eðli­lega stórt hlut­verk í upp­færsl­unni. Leik­ar­arn­ir átta eru Rakel Björk Björns­dótt­ir sem er Ungi-Bubbi, Aron Már Ólafs­son Gú­anó-Bubbi, Björn Stef­áns­son Utang­arðs-Bubbi, Hjört­ur Jó­hann Jóns­son Edrú-Bubbi, Esther Talia Casey Ástfangni-Bubbi, Jó­hann Sig­urðar­son Góðæris-Bubbi, Val­ur Freyr Ein­ars­son Sátti-Bubbi og Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir Egó-Bubbi. Blaðamaður Morg­un­blaðsins sett­ist niður með Hall­dóru og leik­stjór­an­um fyrr í vik­unni til að heyra um til­urð sýn­ing­ar­inn­ar.

Valur Freyr Einarsson er Sátti-Bubbi í söngleiknum Níu líf sem …
Valur Freyr Einarsson er Sátti-Bubbi í söngleiknum Níu líf sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Leik­stjór­inn ein­stak­ur listamaður

„Ég hef oft heyrt að Óli sé mik­ill listamaður, en hef aldrei unnið með hon­um áður. Ég get staðfest það að hann er al­veg ein­stak­ur,“ seg­ir Hall­dóra og bend­ir sem dæmi á hversu vel Ólafi Agli tak­ist að halda í öll „krea­tívu element­in“ sem notuð eru á litl­um leik­sviðum nú þegar hann er að vinna sína fyrstu sýn­ingu fyr­ir Stóra sviðið.

Nátt­úru­afl og töfra­barn

„Það eru mín for­rétt­indi að fá að vinna með svona frá­bæru lista­fólki eins og þér Dóra mín. Þú ert ein­stök. Nátt­úru­afl og töfra­barn, foss og fjall í ein­um pakka,“ svar­ar Ólaf­ur Eg­ill ein­lægt áður en við demb­um okk­ar í djúp­ar umræður um aðferðarfræði leik­húss­ins.

„Á litlu sviði er oft auðveld­ara að hafa sýn­ing­una opna fyr­ir hug­mynd­um allra í leik­hópn­um og svig­rúm til að prófa ólík­ar hug­mynd­ir. Við tók­um það vinnu­lög­mál með okk­ur inn í þessa sýn­ingu, sem ég held að sé stund­um erfitt að fram­kvæma í svona stór­um sýn­ing­um þar sem allt er þyngra í vöf­um og flókn­ara tækni­lega. Í mín­um huga var það hins veg­ar al­gjört möst af því að að þau eru öll Bubbi. Þau eru sýn­ing­in og þá verður sýn­ing­in líka að spegla þau og þeirra teng­ingu við Bubba til þess að þetta verði al­vöru, hafi eitt­hvað vægi fyr­ir okk­ur og þar með áhorf­end­ur,“ seg­ir Ólaf­ur Eg­ill.

Lengri gerð viðtalsins við Ólaf Egil og Halldóru má lesa á mbl.is hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert