Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á fimmtudaginn í næstu viku.
Þetta staðfestir Guðlaugur Þór við mbl.is.
Hann óskaði í gær eftir símafundi með Pompeo vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda um að setja á ferðabann til landsins frá Evrópu vegna kórónuveirunnar.
Í samtali við mbl.is í gær sagðist Guðlaugur hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega og farið fram á að fundin yrði lausn fyrir Ísland sem byggðist annars vegar á „landfræðilegri legu okkar“ og hins vegar á þeim ákveðnu aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til vegna veirunnar.