Guðlaugur hittir Pompeo í næstu viku

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á fimmtudaginn í næstu viku.

Þetta staðfestir Guðlaugur Þór við mbl.is.

Hann óskaði í gær eftir símafundi með Pompeo vegna ákvörðunar bandarískra yfirvalda um að setja á ferðabann til landsins frá Evrópu vegna kórónuveirunnar. 

Í sam­tali við mbl.is í gær sagðist Guðlaug­ur hafa mót­mælt ákvörðun­inni harðlega og farið fram á að fund­in yrði lausn fyr­ir Ísland sem byggðist ann­ars veg­ar á  „land­fræðilegri legu okk­ar“ og hins veg­ar á þeim ákveðnu aðgerðum sem ís­lensk stjórn­völd hafa gripið til vegna veirunn­ar.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert