Isavia fellir niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur tilkynnt ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að félagið muni …
Isavia hefur tilkynnt ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að félagið muni fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli á meðan að núverandi ferðabann borgara innan Schengen svæðisins til Bandaríkjanna varir. mbl.is/​Hari

Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli. Félagið tilkynnti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ákvörðun sína í dag, sem gildir á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir.

Með þessu styður félagið við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu, segir í frétt á vef stjórnarráðsins.

Ráðherra fagnar ákvörðuninni og segir Isavia leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. „Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka