Kortavelta á hraðri niðurleið

Velta erlendra greiðslukorta án flugsamgangna dróst saman um 8,4% í febrúar frá fyrra ári. Veltan var 15,4 milljarðar í febrúar 2019 en var 14,1 milljarður í febrúar í ár. Þetta er meiri samdráttur en í janúar, en þá var veltan 6,1% minni en í sama mánuði í fyrra.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Velta gistiþjónustu minnkaði um 389 milljónir, eða um 10%, og velta ýmissar ferðaþjónustu, m.a. í skipulögðum ferðum, dróst saman um 300 milljónir, eða um 11%.

Sérfræðingar setursins benda á að Bandaríkjamenn greiddu 5,8 og 4,4 milljarða til innlendra fyrirtækja með kortum sínum í mars og apríl í fyrra, að flugsamgöngum undanskildum. Ferðabannið vestanhafs gæti því vegið þungt í ferðaþjónustunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka