Kvefaðir fá maska á heilsugæslustöðvum

Heilsugæslan í Reykjavík, lögreglan í Reykjavík og fleiri stofnanir vinna að því þessa dagana að skipta upp starfsstöðvum og draga úr samgangi starfsfólks til þess að hægja á smiti kórónuveiru. Í afgreiðslum verða andlitsmaskar fyrir kvefaða skjólstæðinga.

Heilsugæslan í Reykjavík er að búa sig undir miklar annir vegna kórónuveirunnar í næstu viku. Búist er við að veikindi aukist og fleiri komi til skoðunar. Óskar S. Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nauðsynlegt að hafa allan búnað tiltækan og skipuleggja innra starfið.

Fjarþjónusta heilsugæslu aukin

Heilsugæslan hefur verið að gera ýmsar ráðstafanir til að verja starfsfólk sitt og sjúklinga. Það hefur verið gert með því að auka símaþjónustu og aðra fjarþjónustu. Haft er samband við alla þá sem eiga pantaðan tíma og tekin staða á sjúklingum og athugað hvort hægt er að leysa erindið símleiðis eða gefa tíma seinna. Fólk getur hringt á heilsugæslustöðina sína, pantað tíma eða spjallað við starfsfólk í gegnum vefinn Heilsuvera.is. Nú er verið að taka í notkun þá nýjung á Heilsuveru að fólk geti pantað viðtal í síma við lækni eða hjúkrunarfræðing. „Við lofum að hringja samdægurs til baka og vinnum eins lengi og þarf til að það náist,“ segir Óskar.

Hann leggur þó áherslu á að áfram sé fólk til viðtals á heilsugæslustöðvunum og þeir sem vilji og þurfi að fara í skoðun hjá lækni eigi að gera það. „Mesta hættan er að fólk neiti sér um heilbrigðisþjónustu vegna hræðslu við að smitast. Við verðum að gæta okkar á því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert